Róm
Halló Halló gott fólk.
Ég hef ekki bloggað í smá tíma og það er nú ríkuleg ástæða fyrir því. Síðasta fimmtudag fékk ég símtal frá Björgvini kunningja mínum í Róm og hann færði mér þær gleðifréttir að það vantaði mann til Fao.org í einn mánuð og spurði hvort ég vildi koma og ég var ekki lengi að hugsa mig um. Hins vegar þurfti ég að fara eins fljótt og hægt var, sem ég og gerði og er sem sagt kominn til Rómar. Kom síðasta mánudag og byrja að vinna formlega á morgun.
Það er óhætt að segja að Róm er stórkostleg borg. Ég fór að skoða Collosseum í dag og það er nú engin smásmíð. Maturinn hérna er ekki slæmur og verðlagið er ekkert sérlega slæmt heldur. Ég hlakka til að takast á við málið líka þó ég verði ég bara í einn mánuð. Ég skil ekki baun í þessu máli hérna og Ítalir eru greinilega ekki með ensku sem fyrsta erlenda tungumál í skólum. Ég er þó farinn að geta pantað mér espresso skammlaust og það er nú stórt skref fyrir kaffisjúkling eins og mig. Umferðin hérna er bara fáránleg. Það eru tvær reglur: 1. Ef það er pláss, keyrðu. 2. Ekki keyra á þann fyrir framan þig.
Hérna sjást varla gangbrautarljós og ítalarnir rölta bara út á götuna ef þeim sýnist og furðulegt nokk þeir komast yfir nokkuð skammlaust. Hinir verða ellidauðir á kanntinum.
Á morgun byrjar sem sagt vinnan formlega og það verður fróðlegt. Vinnufélagar mínir eru fínir og koma frá Þýskalandi, Tyrklandi, Ítalíu og svo hann Björgvin sem er nokkurn veginn íslenskur :)
Jæja meira var það ekki í bili. Ég ætla að skila leigusalanum tölvunni hans. Hann lánaði mér tölvuna sína í smástund. Talandi um það þá er ég á fínum stað í flottu herbergi á efstu hæð í 6 hæða blokk með magnað útsýni og flottum svölum. Michael leigusali minn er hálfur þjóðverji og hálfur svíi og hefur reynst mér mjög vel og ég bara gæti ekki verið heppnari held ég.
kveðja í bili frá vöggu hins vestræna,
Arnar Thor
Ég hef ekki bloggað í smá tíma og það er nú ríkuleg ástæða fyrir því. Síðasta fimmtudag fékk ég símtal frá Björgvini kunningja mínum í Róm og hann færði mér þær gleðifréttir að það vantaði mann til Fao.org í einn mánuð og spurði hvort ég vildi koma og ég var ekki lengi að hugsa mig um. Hins vegar þurfti ég að fara eins fljótt og hægt var, sem ég og gerði og er sem sagt kominn til Rómar. Kom síðasta mánudag og byrja að vinna formlega á morgun.
Það er óhætt að segja að Róm er stórkostleg borg. Ég fór að skoða Collosseum í dag og það er nú engin smásmíð. Maturinn hérna er ekki slæmur og verðlagið er ekkert sérlega slæmt heldur. Ég hlakka til að takast á við málið líka þó ég verði ég bara í einn mánuð. Ég skil ekki baun í þessu máli hérna og Ítalir eru greinilega ekki með ensku sem fyrsta erlenda tungumál í skólum. Ég er þó farinn að geta pantað mér espresso skammlaust og það er nú stórt skref fyrir kaffisjúkling eins og mig. Umferðin hérna er bara fáránleg. Það eru tvær reglur: 1. Ef það er pláss, keyrðu. 2. Ekki keyra á þann fyrir framan þig.
Hérna sjást varla gangbrautarljós og ítalarnir rölta bara út á götuna ef þeim sýnist og furðulegt nokk þeir komast yfir nokkuð skammlaust. Hinir verða ellidauðir á kanntinum.
Á morgun byrjar sem sagt vinnan formlega og það verður fróðlegt. Vinnufélagar mínir eru fínir og koma frá Þýskalandi, Tyrklandi, Ítalíu og svo hann Björgvin sem er nokkurn veginn íslenskur :)
Jæja meira var það ekki í bili. Ég ætla að skila leigusalanum tölvunni hans. Hann lánaði mér tölvuna sína í smástund. Talandi um það þá er ég á fínum stað í flottu herbergi á efstu hæð í 6 hæða blokk með magnað útsýni og flottum svölum. Michael leigusali minn er hálfur þjóðverji og hálfur svíi og hefur reynst mér mjög vel og ég bara gæti ekki verið heppnari held ég.
kveðja í bili frá vöggu hins vestræna,
Arnar Thor
Ummæli
Hafðu það gott dear..
Heiðagella
þú verður þá líklega rétt nýfarinn heim þegar ég lendi á Ítalíu í byrjun júní.
Farðu varlega í kaffinu
Kveðja, Inga Freyja
ánægulegt að heyra að þú hafir fengið þetta tækifæri þó ekki sé það eins og vonast var til í upphafi. njóttu bara verunnar vel og hafðu gaman af.
kv, óli ingiberss
Kv. Rúnabrúna